Már mættur í Seðlabankann

Már Guðmundsson starfaði lengi sem aðalhagfræðingur Seðlabankans og þekkir því …
Már Guðmundsson starfaði lengi sem aðalhagfræðingur Seðlabankans og þekkir því hvern krók og kima í Svörtuloftum. mbl.is/Kristinn

Már Guðmundsson tók formlega við embætti seðlabankastjóra í morgun. Haldin var lokuð móttaka í Svörtuloftum, eins og húsakynni bankans eru gjarnan nefnd, þar sem Svein Harald Øygard, fráfarandi seðlabankastjóri, bauð Má velkominn til starfa. Eftir það heilsaði Már upp á starfsfólk bankans.

Már Guðmundsson hóf störf í hagfræðideild Seðlabankans að loknu námi árið 1980, þá 26 ára gamall og starfaði þar í sjö ár. Veturinn 1988-1989 var hann aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi fjármálaráðherra. Hann varð svo forstöðumaður hagfræðisviðs Seðlabankans frá 1991-1994 og aðalhagfræðingur bankans um tíu ára skeið, eða frá 1994-2004.

Að loknu starfi í Seðlabankanum lá leiðin til Sviss þar sem hann var aðstoðarframkvæmdastjóri peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans (BIS) í Basel. Hann gegndi því starfi þangað til hann tók við embætti seðlabankastjóra.

Svein Harald Øygard verður nýjum seðlabankastjóra innan handar næstu daga en hyggst síðan fara í stutt frí. Fram kemur í viðtali við Øygard í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag að það sem taki við eftir það sé óráðið.

Svein Harald Øygard. Myndin var tekin í gær, á síðasta …
Svein Harald Øygard. Myndin var tekin í gær, á síðasta degi hans í embætti. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK