Skúffufyrirtæki skulduðu yfir þúsund milljarða

47% skráðra fyrirtækja eru skúffufyrirtæki
47% skráðra fyrirtækja eru skúffufyrirtæki mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heild­ar­skuld­ir ís­lenskra skúffu­fyr­ir­tækja, þ.e. óvirkra fyr­ir­tækja með enga eig­in­lega starf­semi, voru í árs­lok 2007 ríf­lega eitt þúsund millj­arðar króna. Til sam­an­b­urðar voru skuld­ir allra fyr­ir­tækja í bygg­ing­ariðnaði árið 2007 um 142 millj­arðar króna.

Þetta kem­ur fram í út­tekt Cred­it­in­fo á ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um sem unn­in var fyr­ir Morg­un­blaðið.

Fjöldi óvirkra fyr­ir­tækja á Íslandi í dag er 14.912 tals­ins sem þýðir að 47 pró­sent skráðra fyr­ir­tækja eru í raun skúffu­fyr­ir­tæki. Tveir þriðju hlut­ar skúffu­fyr­ir­tækj­anna eru þá skúffu­fyr­ir­tæki í orðsins fyllstu merk­ingu, þ.e. um er að ræða kenni­töl­ur fyr­ir­tækja í engri starf­semi sem hvíla í skúff­um eig­enda sinna óháð upp­haf­leg­um til­gangi þeirra.

Þriðjung­ur skúffu­fyr­ir­tækj­anna virðist hafa þann eina til­gang að vera ein­hvers kon­ar fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæki eig­enda sinna þar sem skuld­setn­ing er mik­il en rekstr­ar­starf­semi hef­ur aldrei verið til staðar. Í flest­um til­vik­um þýðir þetta að hluta­fé­lagið er í ábyrgð vegna skulda fyr­ir­tæk­is­ins en ekki ein­stak­ling­ur. Dæmi um slík fé­lög eru einka­hluta­fé­lög starfs­manna Glitn­is sem fengu há lán til hluta­bréfa­kaupa og eign­ar­halds­fé­lög sem notuð voru til að fjár­festa í hluta­bréf­um, oft með lán­um gegn veðum í hluta­bréf­un­um sjálf­um.

Embætti rík­is­skatt­stjóra hef­ur bent á að fjöldi eign­ar­halds­fé­laga á Íslandi sé ekki eðli­leg­ur. Ekki er loku fyr­ir það skotið að end­ur­skoða þurfi lög­gjöf um starfs­um­hverfi þess­ara fyr­ir­tækja.

Í hnot­skurn: 47 pró­sent skráðra fyr­ir­tækja í Hluta­fé­laga­skrá eru í raun skúffu­fyr­ir­tæki · Þriðjung­ur þeirra virðist hafa þann eina til­gang að vera fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæki eig­enda sinna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK