Vilja losna við ríkisskuldabréf

Seðlabanki Evrópu
Seðlabanki Evrópu Reuters

„Það er ekki komin niðurstaða varðandi Landsbankann,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um skuld bankans við Seðlabanka Evrópu í Lúxemborg.

Viðræður hafa verið í gangi milli stjórnvalda á Íslandi og í Lúxemborg um endurgreiðslur á láni Landsbankans hjá seðlabankanum ytra. Um er að ræða svokölluð veðlán sem námu upphaflega um 2,2 milljörðum evra. Upphæðin jafngildir um 400 milljörðum króna miðað við gengi evrunnar í gær.

Veðin voru annars vegar í formi íslenskra skuldabréfa og gekk pakkinn undir nafninu Avens. Hins vegar var útlánum Landsbankans í London pakkað saman og lögð að veði. Sá lánapakki fékk nafnið Betula.

Nú situr Seðlabankinn í Lúxemborg, sem er hluti af evrópska seðlabankanum, uppi með þessi veð. Verðmæti íslensku skuldabréfanna, annars vegar ríkisbréfa og hins vegar íbúðabréfa, nemur 85 milljörðum króna. Verðmæti Betula-veðanna nemur 1,2 milljörðum evra samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sú tala hefur ekki fengist staðfest.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa stjórnvöld í Lúxemborg lagt mikla áherslu á að finna lausn á stöðu sinni því seðlabankinn getur ekki selt skuldabréfin og farið með peningana úr landi vegna hafta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK