Fréttaskýring: Seðlabankastjóri með pólitískt nef

Már Guðmundsson settist í stól Seðlabankastjóra í gær.
Már Guðmundsson settist í stól Seðlabankastjóra í gær. mbl.is/Kristinn

Viðmælendur Morgunblaðsins eru sammála um að Már Guðmundsson, sem settist í stól Seðlabankastjóra í gær, verði sjálfstæður í starfi þrátt fyrir pólitískar tengingar í vinstri flokkanna. Það muni jafnframt ekki há honum að vinna með forsvarsmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Því til stuðnings er nefnt að Már hafi verið mjög náinn Birgi Ísleifi Gunnarssyni þegar hann var seðlabankastjóri og Már aðalhagfræðingur. Þar myndaðist traust sem á að sýna fram á að Már getur unnið með fólki hvar í flokki sem það stendur.

Samband hans við vinstri flokkanna, meðal annars eftir að hafa verið aðstoðarmaður og efnahagsráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar í fjármálaráðherratíð hans árin 1988 til 1991, getur jafnvel styrkt Má í starfi. Rödd hans muni hafa meiri vigt inni í stjórnarflokkunum þegar kemur að endurskoðun á peningastefnunni, sem rekin hefur verið hér frá árinu 2001 og Már var að hluta höfundur að.

Már Guðmundsson er því ekki talinn minni stjórnmálamaður en hagfræðingur. Hann stendur samt á traustum fræðilegum grunni, sem gerir honum kleift að fylgja peningamálastefnunni eftir með trúverðugum hætti. Það ætti að styrkja trúverðugleika Seðlabankans, sem er eitt af stýritækjum bankans.

Þeir sem hafa unnið með Má bera honum vel söguna. Hann er sagður hreinn og beinn í samskiptum, gefi fólki tækifæri og standi með sínu liði. Þótt hann eigi það til að þykjast vita allt best sé hann tilbúinn að hlusta og taka tillit til annarra sjónarmiða séu færð rök fyrir þeim. Hann geti byggt um sterk teymi og fengið fólk til að vinna með sér.

Áhyggjur sem viðmælendur hafa snúa að einsleitnir meirihluta peningastefnunefndar, sem ákvarði stýrivexti. Þar mun Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, sitja ásamt aðalhagfræðingi bankans. Líklegt er að það verði Þórarinn G. Pétursson. Því sé mikilvægt að utanaðkomandi aðilar komi þar að.

Már upplýsir í Þjóðviljanum árið 1984 að félagar í Fylkingunni …
Már upplýsir í Þjóðviljanum árið 1984 að félagar í Fylkingunni hafi ákveðið að ganga til liðs við Alþýðubandalagið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK