Hlutabréf hækkuðu umtalsvert í kauphöllinni á Wall Street í kvöld. Þá hækkaði verð á hráolíu á markaði í New York, fór yfir 74 dali tunnan og hefur ekki verið hærra á þessu ári.
Tölur um aukin fasteignaviðskipti í Bandaríkjunum og ummæli Bens Bernankes, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, juku fjárfestum bjartsýni í dag. Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,67% og er 9505 stig. Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,59% og er 2020 stig.
Gengi bréfa deCODE lækkaði um 3,3% og er 52 sent.