Hlutabréf snarhækka

Miðlari í kauphöllinni í Lundúnum í dag.
Miðlari í kauphöllinni í Lundúnum í dag. Reuters

Hlutabréf hafa hækkað mikið beggja vegna Atlantshafsins nú síðdegis og er það rakið til frétta, sem þykja benda til þess að helstu hagkerfin séu byrjuð að rétta úr kútnum eftir fjármálakreppuna.

Könnun, sem birt var í Evrópu í dag, sýnir að hagkerfi ríkjanna á evrusvæðinu virðast vera að ná jafnvægi á ný. Þá sagði Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, að góðar horfur virtust vera fyrir hagkerfi heimsins. Tölur í Bandaríkjunum í dag sýndu einnig, að líf hefur færst í fasteignaviðskipti þar í landi. 

FTSE 100 hlutabréfavísitalan í Lundúnum hækkaði um 1,98% í dag, DAX vísitalan í Lundúnum um 2,86% og CAC vísitalan í París um 3,15%. Hér hækkaði Úrvalsvísitalan Kauphallar Íslands um 1,72.

Það sem af er viðskiptadegi í kauphöllinni á Wall Street hefur Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkað um  1,6% og Nasdaq vísitalan um 1,4%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK