Gengi krónunnar lækkaði nokkuð eftir klukkan 11 í dag og hafði aldrei verið veikari á árinu klukkan 14 þegar gengisvísitalan fór í 239 stig. Gengið styrktist aftur og er verðmæti krónunnar svipað og í gær.
Hæst fór gengisvísitalan í rúm 236 stig í lok júlí. Um það leyti þegar Seðlabankinn setti á gjaldeyrishöft í lok nóvember fór gengisvísitalan í 250 stig. Þegar gengisvísitalan hækkar veikist krónan.
Bandaríkjadalur kostar nú um 128 krónur, Evran rúmar 183 krónur, Pundið 212 krónur og danska Krónan 24,6 krónur.
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að helsta skýringin á því hvað krónan hefur veikst mikið að undanförnu sé vantrú á henni og vantrú á að hún muni styrkjast á næstunni.
„Þetta gerir það m.a. að verkum að þeir sem eru að afla útflutnings tekna eru ekki að öllu leyti að skila þeim gjaldeyri sem þeir fá,“ segir Ingólfur. „Vantrúin snýr reyndar jafnt að Íslendingum sem útlendingum. Erlendir fjárfestar hafa klárlega verið að leita með vaxtagreiðslur sem þeir fá af innlendum bréfum út fyrir landsteinana. Staða þeirra í krónum hefur lækkað nokkuð undanfarið. Eignir þeirra í ríkisbréf um hafa minnkað, en ekki liggja fyrir upplýsingar um hve mikið af þeim hefur farið í innlán.“