Skuldir langt umfram eignir

Finnur Ingólfsson,
Finnur Ingólfsson,

Landsbankinn og Íslandsbanki eru einu kröfuhafarnir í þrotabú Langflugs ehf., fjárfestingafélags Finns Ingólfssonar, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og fjárfestingafélagsins Giftar. Það var stofnað utan um eignir Samvinnutrygginga um mitt ár 2007, og var eigið fé félagsins þegar best lét rúmlega 30 milljarðar króna.

Langflug var stofnað árið 2006 og var það fyrst og fremst um hlut í Icelandair Group. Landsbankinn leysti til sín 23,84 prósent hlut Langflugs í Icelandair í maí eftir að ljóst var að félagið gat ekki staðið við lánasamninga, sem voru í erlendri mynt, við bankann.

Eignasafn Langflugs er í dag nánast ekkert og eru því lítil sem engin verðmæti í þrotabúi félagsins. Lán Landsbankans upp á um átta milljarða og Íslandsbanka upp á fimm eru því töpuð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK