Skuldir langt umfram eignir

Finnur Ingólfsson,
Finnur Ingólfsson,

Lands­bank­inn og Íslands­banki eru einu kröfu­haf­arn­ir í þrota­bú Lang­flugs ehf., fjár­fest­inga­fé­lags Finns Ing­ólfs­son­ar, fyrr­ver­andi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gift­ar. Það var stofnað utan um eign­ir Sam­vinnu­trygg­inga um mitt ár 2007, og var eigið fé fé­lags­ins þegar best lét rúm­lega 30 millj­arðar króna.

Lang­flug var stofnað árið 2006 og var það fyrst og fremst um hlut í Icelanda­ir Group. Lands­bank­inn leysti til sín 23,84 pró­sent hlut Lang­flugs í Icelanda­ir í maí eft­ir að ljóst var að fé­lagið gat ekki staðið við lána­samn­inga, sem voru í er­lendri mynt, við bank­ann.

Eigna­safn Lang­flugs er í dag nán­ast ekk­ert og eru því lít­il sem eng­in verðmæti í þrota­búi fé­lags­ins. Lán Lands­bank­ans upp á um átta millj­arða og Íslands­banka upp á fimm eru því töpuð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK