Skilanefnd Kaupþings hefur látið frysta jafnvirði 50 milljarða króna í félögum, sem tengjast kaupsýslumanninum Robert Tchenguiz á eyjunni Tortola. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.
Tchenguiz var stærsti lántakandinn hjá Kaupþingi. Þá átti hann hlut í Exista, sem var stærsti hluthafi Kaupþings.
Sjónvarpið sagði, að óvíst væri hvenær féð endurheimtist.