Greiðslustöðvun mánaðarrits

Reader´s Digest fyrirtækið hefur verið umsvifamikið í 87 ár.
Reader´s Digest fyrirtækið hefur verið umsvifamikið í 87 ár. MIKE SEGAR

Bandaríska fyrirtækið Reader´s Digest, sem hefur gefið út mánaðarrit með sama nafni frá árinu 1922, hefur farið fram á greiðslustöðvun, samkvæmt svokölluðum 11. kafla bandarískra gjaldþrotaskipalaga. Mary G. Berner, forstjóri fyrirtækisins, segir við New York Times að tíminn verði vel nýttur.

Segir í frétt NYT að markmið fyrirtækisins sé að minnka skuldir þess úr 2,2 milljörðum Bandaríkjadollara í 550 milljónir dollara. Fyrir vikið muni lánveitendur Reader's Digest fyrirtækisins ná yfirráðum yfir því.

Reader´s Digest hefur verið í einkaeigu en skuldabyrði útgefendanna hefur verið gríðarlega þung síðan eignarhaldsfélagið Ripplewood fór fyrir hópi fjárfesta sem yfirtóku fyrirtækið á 1,6 milljarða dollara árið 2007.

Ásakrifendum Reader´s Digest hefur fækkað úr um 17 milljónum á áttunda áratug síðustu aldar í um 8 milljónir á síðasta ári. Fyrirtækið gefur út 94 tímarit og auk þess um 40 milljónir eintaka af bókum og diskum á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK