Stjórnendur Existu vildu í tilboði til kröfuhafa fá einn milljarð á ári í rekstrarkostnað í tilboði til kröfuhafa. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins og jafnframt, skilanefndum hafi þótt þetta fyrir utan velsæmismörk enda væri félagið lítið annað en eignarhaldsfélag.
Þegar milljarður í rekstrarkostnað var ekki samþykktur lækkuðu Existumenn tilboðið í 800 milljónir.
Sjónvarpið hafði eftir heimildarmanni, að í reynd þyrfti ekki nema 2-3 menn til að halda utan um skuldir og eignir Exista, sem væru hvort eð er félög undir sjálfstæðri rekstrarstjórn.
Fram hefur komið, að forsvarsmenn Exista leggi höfuðáherslu á að halda félaginu og setja það ekki í þrotameðferð. Lífeyrissjóðir eru sagðir hlynntir því að Exista fari í nauðasamninga í stað þess að gera það upp með í gjaldþroti.