Bónus og refsing í bönkum

Baudoin Prot fer af fundi Frakklandsforseta.
Baudoin Prot fer af fundi Frakklandsforseta. Reuters

Franskir bankar hafa samþykkt að taka upp afkastatengdar launagreiðslur sem hafa bæði bónusa og sektir fyrir miðlara. Franska bankasambandið tilkynnti um breytingarnar eftir fund með Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta í dag. Með nýja kerfinu er BNP-Paribas bankinn tilbúinn að minnka upphæðina sem lögð hefur verið til hliðar fyrir bónusa á fyrsta hluta ársins 2009 um um helming, niður í 500 milljónir evra að sögn Baudoin Prot, stjórnarformaður BNP og franska bankasambandsins. Sarkozy kallaði yfirmenn bankanna á sinn fund í dag sem svar við reiði almennings við fréttum um að BNP-Paribas, sem á síðasta ári fékk 5,1 milljarð evra í ríkislán, væri að undirbúa að borga út einn milljarð til miðlara. Í kjölfar fundarins sagði Prot að bankarnir hefðu lofað að „styrkja yfirsýn og gegnsæi“ í þóknunarkerfi þeirra og að bónusum yrði skipt út fyrir refsingar myndu bankar tapa peningum. En hann varaði við því að það gæti orðið erfitt að koma slíkum skilyrðum í gegn í aðeins einu landi. Sarkozy mun fara til Bandaríkjanna í lok september til að tala fyrir því að meira eftirlit verði haft með bankastarfsemi í heiminu, áður en leiðtogar helstu efnahagsríkja heims hittast á áætluðum G20 fundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK