Hagnaður Fosters eykst

Forstjóri Fosters, Ian Johnston á blaðamannafundi í dag.
Forstjóri Fosters, Ian Johnston á blaðamannafundi í dag. Reuters

Hagnaður ástralska drykkjavörufyrirtækisins Fosters jókst um 4% á síðasta rekstrarári sem lauk í lok júní. Nam hagnaðurinn 741,5 milljónum Ástralíudollara, 80 milljörðum króna, samanborið við 713,2 milljónir dollara árið á undan. Fosters er annar stærsti vínframleiðandi heims.

Í tilkynningu frá Fosters kemur fram að rekstur víndeildar félagsins sé enn erfiður og talsvert um afskriftir af þeirri einingu. Hins vegar hafi tekjur af sölu á bjór og sterku áfengi aukist. Sala á léttvínum dróst saman um 7,3% og gera áætlanir félagsins ráð fyrir að salan eigi eftir að dragast enn frekar saman vegna efnahagskreppunnar.

Fyrr á árinu tilkynnti Foster's um að rekstur víndeildar yrði endurskipulagður og meðal annars mun félagið selja 36 vínekrur í Ástralíu og Kaliforníu. Foster hefur eytt um sjö milljörðum dala í að stækka víneiningu félagasins meðal annars með yfirtökum  á keppinautum eins og Southcorp í Ástralíu og Beringer í Bandaríkjunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK