Exista birtir ekki reikning

Exista mun ekki birta ársreikning fyrir rekstrarárið 2008 á aðalfundi félagsins í dag. Brýtur það gegn 19. grein samþykkta Exista og 88. gr. hlutafélagalaga, en þar segir að viku fyrir hluthafafund hið skemmsta skuli ársreikningur lagður fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu félags og samtímis send sérhverjum hluthafa sem þess óskar.

Sigurður Nordal, upplýsingafulltrúi Exista, segir að ársreikningurinn verði ekki birtur vegna óvissu um tiltekna liði hans, m.a. í tengslum við uppgjör Exista við innlendar fjármálastofnanir, en félagið telur sig eiga kröfur á bankana vegna óuppgerðra gjaldmiðlaskiptasamninga. Sigurður segir að lögð verði fram tillaga á aðalfundinum um að birtingu ársreiknings verði frestað til framhaldsaðalfundar.

Á aðalfundinum í dag verður m.a kosin ný stjórn og starfskjarastefna Exista samþykkt, en stjórnendur Exista hafa lagt til að rekstrarkostnaður félagsins, þar á meðal laun, verði 800 milljónir króna fyrir næsta ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK