Lýður: Exista fékk langmesta höggið

Sigurður Valtýsson og Lýður Guðmundsson á aðalfundi Exista í morgun
Sigurður Valtýsson og Lýður Guðmundsson á aðalfundi Exista í morgun mbl.is/Kristinn

Stjórn­ar­formaður Ex­ista, Lýður Guðmunds­son, sagði á aðal­fundi fé­lags­ins áðan að það áfall sem Ex­ista varð fyr­ir þegar fjórðungs­hlut­ur fé­lags­ins í Kaupþingi varð nán­ast að engu á einni nóttu hafi verið lang­mesta höggið sem banka­hrunið olli ein­um aðila. Gríðarleg­ir fjár­mun­ir hafi tap­ast á falli Kaupþings.

Mik­il ábyrgð hjá stjórn­völd­um

Lýður seg­ir að stjórn­völd og stofn­an­ir þeirra með Seðlabank­ann og Fjár­mála­eft­ir­litið í broddi fylk­ing­ar beri mikla ábyrgð á því hve efna­hagskrepp­an skall á þjóðinni af mikl­um þunga.

„Þau bera líka ábyrgð á því hvernig haldið hef­ur verið á mál­um af hálfu hins op­in­bera eft­ir hrunið og þeim verðmæt­um sem þar hef­ur verið kastað á glæ. Verði rík­is­bank­arn­ir þess vald­ir að ekki verði samið við Ex­ista verður tap sam­fé­lags­ins sett á reikn­ing stjórn­valda en ekki fé­lags­ins," sagði Lýður og vísaði þar til þess að á grund­velli ís­lenskra neyðarlaga er fé­lag­inu óheim­ilt að stefna bönk­un­um og sækja rétt sinn gagn­vart þeim fyr­ir dóm­stól­um.

Von­ast eft­ir sam­komu­lagið við skila­nefnd Glitn­is

„Þess vegna hef­ur tek­ist sam­komu­lag við Kaupþing um að bank­inn stefni Ex­ista vegna þess­ara ágrein­ings­efna. Von­ast er til þess að svipað sam­komu­lag ná­ist við skila­nefnd Glitn­is á næst­unni en að mati stjórn­enda Ex­ista neit­ar skila­nefnd­in að virða ský­laus­an rétt fé­lags­ins til skulda­jöfn­un­ar. Niðurstaða þess­ara mála­ferla mun ráða miklu um stöðu fé­lags­ins. Aðrir óvissuþætt­ir, t.d. vegna meðhöndl­un­ar á um­tals­verðum inn­stæðum fé­lags­ins í Kaupþingi og um leið stöðu fé­lags­ins gagn­vart öðrum kröfu­höf­um, geta einnig skipt miklu máli," seg­ir Lýður.

Bað hlut­hafa af­sök­un­ar

Í ræðu hans á fund­in­um kom fram, að  stjórn fé­lags­ins muni óska eft­ir því að fá að fresta birt­ingu árs­reikn­ings enn um sinn.

Í lok ræðu sinn­ar bað Lýður hlut­hafa af­sök­un­ar og sagði að í upp­bygg­ingu Ex­ista hafi margt verið gert vel en mis­tök hafi líka verið gerð og á þeim vilji hann biðja hlut­hafa fé­lags­ins af­sök­un­ar.

„Ljóst er að mikið tap þeirra verður ekki um­flúið og vænt­an­lega mun ekk­ert eitt fé­lag, utan bank­anna, tapa meiri verðmæt­um á banka­hrun­inu en Ex­ista. Í þeim efn­um erum við ekki ein­göngu þolend­ur eða fórn­ar­lömb held­ur einnig gerend­ur. Ég vík mér ekki und­an ábyrgð á því sem bet­ur hefði mátt gera í fjár­fest­ing­um fé­lags­ins og áhrif­um þess á rekst­ur dótt­ur- og hlut­deild­ar­fé­laga. Ég er hins veg­ar hreyk­inn af þeirri staðreynd að fé­lagið búi yfir nægj­an­leg­um styrk til þess að geta staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar þó á löng­um tíma sé."

Lýður seg­ir að eng­um geti dulist að hin gjör­breytta staða Ex­ista á sér ein­vörðungu ræt­ur í hinu alþjóðlega banka­hruni og falli Kaupþings, sem aldrei hefði að hans viti orðið ef bank­inn hefði haft sam­bæri­legt bak­land og svo marg­ir bank­ar í álíka stöðu er­lend­is bjuggu við.

„Ex­ista var gíf­ur­lega sterkt fé­lag fjár­hags­lega og nú þegar hef­ur komið í ljós að Kaupþing var það á marg­an hátt líka.

Héðan af fæst þeirri spurn­ingu vænt­an­lega aldrei svarað hvort bank­inn hefði staðið af sér af­leiðing­ar alþjóðlega banka­hruns­ins ef bresk stjórn­völd hefðu ekki ráðist inn í Kaupþing Sin­ger & Friedland­er og neytt bank­ann í greiðslu­stöðvun. Þar með var grund­velli kippt und­an starf­semi móður­fé­lags­ins á Íslandi og fall bank­ans varð ekki um­flúið.

Þrátt fyr­ir að Kaupþings­sam­stæðan, sem var með yfir 50 millj­arða evra á efna­hags­reikn­ingi sín­um, hafi fallið virðast góðar lík­ur á að bank­inn greiði kröfu­höf­um allt að 80% allra skuld­bind­inga sinna. Töl­urn­ar segja allt sem segja þarf um stærð bank­ans og fjár­hags­leg­an styrk," að sögn Lýðs.

Stærstu mis­tök­in að hraða ekki flutn­ingi bank­ans

Hann tók und­ir orð Hreiðars Más Sig­urðsson­ar, for­stjóra Kaupþings ný­verið í fjöl­miðlum um að staða Kaupþings Sin­ger & Friedland­er í Lund­ún­um hafi verið fjár­hags­lega sterk­ari held­ur en margra þeirra banka sem bresk stjórn­völd hafi komið til hjálp­ar.

Lýður seg­ir að Ex­ista hafi haft af því áhyggj­ur um skeið fyr­ir hrunið að bank­land Kaupþings í ís­lensku sam­fé­lagi stæði vart und­ir frek­ari vexti bank­ans. Því hafi spurn­ing­in um flutn­ing höfuðstöðva hans út fyr­ir land­steina verið orðin áleit­in enda um­svif­in er­lend­is marg­fald meiri en á Íslandi.

„Stærstu mis­tök okk­ar sem stjórnuðum Ex­ista á und­an­förn­um árum voru að leggja ekki okk­ar að mörk­um til þess að hraða umræðum og ákv­arðana­töku inn­an veggja bank­ans um þetta mál. Ég er sann­færður um að með höfuðstöðvar sín­ar er­lend­is hefði Kaupþing haldið velli í hinni alþjóðlegu bankakreppu. Ekki þarf að orðlengja um þá gjör­ólíku stöðu sem Ex­ista byggi við í dag ef tek­ist hefði að verja bank­ann falli," sagði Lýður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK