Vill þak á bónusgreiðslur bankamanna

Nicolas Sarkozy ásamt fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde.
Nicolas Sarkozy ásamt fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde. Reuters

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, sagði í dag á fundi með sendiherrum Frakklands í París að hann ætlaði að hvetja til þess að þak verði sett á bónusa í fjármálageiranum. Ætlar hann að taka málið upp á fundi leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims, G-20 í næsta mánuði í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Þar mun hann einnig kynna áætlanir um hertar reglur í viðskiptalífinu.

Franskir bankar samþykktu í gær að taka upp afkastatengdar launagreiðslur. Franska bankasambandið tilkynnti um breytingarnar eftir fund með Sarkozy. Samkvæmt því verða bónusar minnkaðir umtalsvert í ár. 

Sarkozy kallaði yfirmenn bankanna á sinn fund í gær sem svar við reiði almennings við fréttum um að BNP-Paribas, sem á síðasta ári fékk 5,1 milljarð evra í ríkislán, væri að undirbúa að borga út einn milljarð til miðlara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK