Vissi ekki af láni til Al-Thani

Lýður Guðmundsson á aðalfundi Exista í morgun
Lýður Guðmundsson á aðalfundi Exista í morgun mbl.is/Kristinn

Lýður Guðmunds­son, stjórn­ar­formaður Ex­ista og fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður í Kaupþingi, sagði í viðtali við Kast­ljós í kvöld að hann hefði ekki vitað að bank­inn hafi lánað Mohamed bin Khalifa Al-Thani, bróður emírs­ins í Kat­ar, fyr­ir kaup­um á hlut í Kaupþingi. Lánið hafi ekki komið á borð stjórn­ar bank­ans.

Al-Thani keypti rúm­lega 5% hlut í Kaupþingi í sept­em­ber á geng­inu 690 krón­ur á hlut. Þegar til­kynnt var um kaup­in sagði Hreiðar Már Sig­urðsson, þáver­andi for­stjóri Kaupþings, við Morg­un­blaðið að kaup­in væru „mik­il trausts­yf­ir­lýs­ing fyr­ir fé­lagið.“

Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur und­an­farna mánuði rann­sakað kaup­in og hvort um sýnd­ar­viðskipti hafi verið að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK