Laun forstjóra Stoða lækka um 70%

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Sam­komu­lag hef­ur nú verið gert við Jón Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóra Stoða, sem fel­ur í sér yfir 70% lækk­un á laun­um hans. 

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Stoðum vegna frétt­ar í Frétta­blaðinu í dag þar sem fram kem­ur að laun Jóns hafi ekki lækkað þótt Stoðir séu í greiðslu­stöðvun.

Í yf­ir­lýs­ingu Stoða seg­ir, að Jón hafi síðustu miss­er­in starfað fyr­ir Stoðir sam­kvæmt gild­andi ráðning­ar­samn­ingi. Laun fram­kvæmda­stjóra sam­kvæmt samn­ingn­um séu um 5 millj­ón­ir á mánuði.

„Eft­ir að nauðasamn­ing­ar Stoða voru samþykkt­ir fyrr í sum­ar varð fyrst ljóst að starf­semi fé­lags­ins myndi halda áfram. Sam­komu­lag hef­ur nú verið gert við fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins sem fel­ur í sér yfir 70% lækk­un á laun­um hans," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. Sam­kvæmt þessu lækka laun Jóns í 1,5 millj­ón­ir króna á mánuði.

Tekið er fram, að Stoðir séu ekki í meiri­hluta­eigu rík­is­fyr­ir­tækja eins og haldið sé fram í frétt Frétta­blaðsins. Þá seg­ist stjórn Stoða vilja gera at­huga­semd við frétt Rík­is­út­varps­ins sl. mánu­dags­kvöld, þar sem því hafi verið haldið fram að kröfu­haf­ar Stoða hafi með samþykkt nauðasamn­inga sett „pott­lokið kyrfi­lega á Stoðir” og hindrað þar með skoðun á starfs­hátt­um fé­lags­ins.

„Þetta er fjarri sanni, enda hafa nauðasamn­ing­ar ekk­ert slíkt í för með sér. Síðastliðnar vik­ur hef­ur stjórn Stoða látið gera ít­ar­lega skoðun og út­tekt á öllu sem viðkem­ur rekstri og viðskipt­um fé­lags­ins með til­liti til hugs­an­legr­ar rift­un­ar gjörn­inga. Niðurstaða þeirr­ar vinnu, sem unn­in er af óháðum end­ur­skoðend­um og lög­mönn­um, mun liggja fyr­ir bráðlega," seg­ir í til­kynn­ing­unni, sem Ei­rík­ur Elís Þor­láks­son, stjórn­ar­formaður Stoða, skrif­ar und­ir.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK