Sótt að ríkinu úr öllum áttum

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ómar

Þrjátíu og níu erlendir bankar sem voru lánveitendur föllnu bankanna hafa kvartað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna setningar neyðarlaganna, en stofnunin hefur m.a. það hlutverk að hafa eftirlit með því að ákvæðum ESS-samningsins sé fylgt og að aðildarríkin uppfylli skyldur sínar samkvæmt honum.

Þá hafa tuttugu og fimm bankar, margir hverjir þeir sömu og hafa kvartað til ESA, höfðað mál gegn FME og Seðlabankanum vegna yfirtökunnar á SPRON.

Jafnframt hefur spænski bankinn Aresbank höfðað mál gegn FME vegna yfirfærslu svokallaðra peningamarkaðsinnlána hjá Landsbankanum. Aresbank telur að FME hafi mismunað viðskiptavinum Landsbankans og brotið m.a. gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar ákveðið var að færa ekki peningamarkaðslán frá fjármálstofnunum yfir til Nýja Landsbankans og skilja þau eftir meðan önnur slík lán voru færð á milli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK