Tapa 117 milljörðum króna vegna gjaldþrots Eimskips

mbl.is/Friðrik

Þeir sem áttu ótryggðar kröf­ur í Eim­skipa­fé­lagi Íslands munu tapa um 117 millj­örðum króna vegna gjaldþrots fyr­ir­tæk­is­ins. Hæstu kröf­una átti gamli Lands­bank­inn. Einnig áttu líf­eyr­is­sjóðirn­ir þó nokkuð af kröf­um í Eim­skip. Hins veg­ar hef­ur kröfu­skrá­in ekki enn verið gerð op­in­ber og hef­ur Morg­un­blaðið ekki ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um af­skrift­ir hvers og eins kröfu­hafa.

Garðar Garðars­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og um­sjón­ar­maður með nauðasamn­ings­gerð Eim­skips, seg­ir að ótryggðar kröf­ur hafi numið tæp­um 133 millj­örðum króna.

Þeir sem áttu þess­ar kröf­ur hafa nú samþykkt nauðasamn­ing sem fel­ur í sér af­skrift allra þess­ara skulda Eim­skips. Í staðinn fær hver og einn kröfu­hafi af­hent hluta­fé í Nýja Eim­skipi sem svar­ar til tæp­lega 12% af verðmæti kröfu sinn­ar. Það þýðir að ef Eim­skip skuldaði til dæm­is líf­eyr­is­sjóði þúsund millj­ón­ir fær sjóður­inn and­virði 119 millj­óna í formi hluta­bréfa.

All­ir kröfu­haf­ar samþykktu að fara þessa leið, bæði miðað við höfðatölu og fjár­hæð krafna. Þeir sem eru and­snún­ir því að staðfesta nauðasamn­ing­inn eiga að mæta í héraðsdóm Reykja­vík­ur á föstu­dag­inn kl. 11 þegar krafa um staðfest­ingu verður tek­in fyr­ir. Af­henda á hluta­bréf­in inn­an 30 daga frá staðfest­ingu samn­ings­ins.

Í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu 29. mars sl. kom fram að líf­eyr­is­sjóðirn­ir hefðu van­metið niður­skrift fyr­ir­tækja­skulda­bréfa. Í kjöl­farið sendi Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna frá sér yf­ir­lýs­ingu og sagði að um­fjöll­un­in ætti ekki við stöðu þess sjóðs. Skulda­bréf Eim­skips hefðu til að mynda verið færð niður um 60%. Nú er ljóst að það var van­mat hjá stjórn­end­um líf­eyr­is­sjóðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK