Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í ágúst hækkaði um 0,52% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,68% frá júlí.
Að sögn Hagstofunnar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 10,9% sem er minnsta verðbólga frá því í mars á síðasta ári. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 16,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,1% sem jafngildir 8,6% verðbólgu á ári (13,3% fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Hagstofan segir, að sumarútsölum sé víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um
5,9% (vísitöluáhrif 0,32%). Verð dagvara hækkaði um 1,1% milli mánaða
(0,19). Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 0,8% (-0,10%) og voru
áhrif af lækkun markaðsverðs -0,06% en af lækkun raunvaxta -0,04%.
Verð
á bensíni og díselolíu hækkaði um 3,5% (0,18%). Verð á húsgögnum
lækkaði um 3,8% (-0,10%) og verð nýrra bíla lækkaði um 4,4% (-0,16%).