Gengi krónunnar styrkist

mbl.is/Júlíus

Gengi krón­unn­ar hef­ur styrkst um­tals­vert frá því í gær. Geng­is­vísi­tal­an hef­ur þannig lækkað um 3% frá því í gær­morg­un, þar af um 1,2% í dag. Gengi evru er nú um 180 krón­ur, gengi dals um 125 krón­ur.

Fram kem­ur í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka, að Seðlabank­inn hafi gefið tón­inn bæði í gær og í morg­un með inn­grip­um á markaði en lík­legt sé að frek­ari gjald­eyr­issala á markaði eigi einnig þátt í svo ríf­legri styrk­ingu krón­unn­ar.

Íslands­banki seg­ir, að ekki sé hægt að úti­loka að til­koma nýs manns til starfa í brú Seðlabank­ans eigi ein­hvern þátt í aukn­um um­svif­um hans á gjald­eyr­is­markaði nú. Már Guðmunds­son, nýr seðlabanka­stjóri, hafi ný­lega viðrað í fjöl­miðlum þá skoðun sína að virk­ari þátt­taka Seðlabank­ans á gjald­eyr­is­markaði und­an­far­in ár hefði verið heppi­leg, og að skyn­sam­legt gæti verið fyr­ir bank­ann að beita gjald­eyr­is­forðanum sem eins kon­ar sveiflu­jafn­ara fyr­ir gengi krónu með um­fangs­mikl­um gjald­eyri­s­kaup­um á há­geng­is­tím­um og til­svar­andi sölu þegar gengið stæði veikt.

Fram kem­ur í Morgun­korni, að geng­isþróun krón­unn­ar hafi verið önn­ur á svo­nefnd­um af­l­ands­markaði en á milli­banka­markaði hér á landi. Þannig hafi gengi evru lækkað á af­l­ands­markaði eft­ir miðjan ág­úst­mánuð úr 220 krón­um í 212,5 krón­ur á sama tíma og gengið á milli­banka­markaði hækkaði úr 181 krón­ur í 184 krón­ur. Með því minnkaði mun­ur hér­lends geng­is og af­l­ands­geng­is úr 22% í 15,5% á tíma­bil­inu.

Ekki verður hins veg­ar séð að viðskipti hafi átt sér stað í kerfi Reu­ters frá því krón­an fór að styrkj­ast að nýju hér á landi í gær­morg­un og hef­ur mun­ur inn­lends geng­is og af­l­ands­geng­is auk­ist að nýju miðað við það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK