Taldi ekki ríkisábyrgð á Icesave-reikningum

Sigurjón Þ. Árnason.
Sigurjón Þ. Árnason. mbl.is/Sverrir

Sig­ur­jón Þ. Árna­son,  fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, sagði í frétt­um Stöðvar 2 í kvöld að hann hefði á sín­um tíma ekki talið að rík­is­ábyrgð væri á Ices­a­ve-reikn­ing­um Lands­bank­ans. Ekki hefði verið minnst á slíka ábyrgð í lög­um.

Sig­ur­jón sagði, að það hefði verið ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar að óska eft­ir rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve-skuld­bind­ing­un­um; hefði hún verið fyr­ir hefði ekki þurft að setja um hana lög. Sem bet­ur fer hefðu verið sett­ir fyr­ir­var­ar sem væru til bóta.

Þegar Sig­ur­jón var spurður hvort hann bygg­ist við því, að stjórn­völd muni höfða skaðabóta­mál á hend­ur hon­um á þeirri for­sendu, að hann hefði unnið  rík­inu og al­menn­ingi í land­inu fjár­hags­legt tjón með at­höfn­um sín­um í aðdrag­anda banka­hruns­ins og í því.

Sig­ur­jón svaraði að for­ustu­menn Lands­bank­ans hefðu talið sig vera að vinna að hags­mun­um bank­ans og al­menn­ings og unnið í sam­ræmi við þær regl­ur, sem voru í gildi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka