Erfið staða írska flugfélagsins Aer Lingus eykur væntanlega möguleika lággjaldaflugfélagsins Ryanair á að eignast félagið. Stjórnendur Aer Lingus hafa boðið stjórnendum Ryanair að leggja fram nýtt tilboð í hlutabréf félagsins.
Stjórnendur Ryanair hafa lagt fram tilboð um kaup á Aer Lingus í tvígang. Í bæði skiptin var þeim hafnað. Haft er eftir fjármálastjóra Aer Lingus í frétt TimesOnline að hann hafi hugmynd um hvort beiðninni um nýtt tilboð verði tekið. Ryanair á nærri 30% hlut í Aer Lingus.
Aer Lingus tapaði 93 milljónum evra á fyrri helmingi þessa árs. Það svarar til um 17 milljarða íslenskra króna.