Vilja nýtt tilboð frá Ryanair

Stjórnendur Aer Lingus vilja nýtt tilboð frá Ryanair.
Stjórnendur Aer Lingus vilja nýtt tilboð frá Ryanair. PAUL MCERLANE

Erfið staða írska flugfélagsins Aer Lingus eykur væntanlega möguleika lággjaldaflugfélagsins Ryanair á að eignast félagið. Stjórnendur Aer Lingus hafa boðið stjórnendum Ryanair að leggja fram nýtt tilboð í hlutabréf félagsins.

Stjórnendur Ryanair hafa lagt fram tilboð um kaup á Aer Lingus í tvígang. Í bæði skiptin var þeim hafnað. Haft er eftir fjármálastjóra Aer Lingus í frétt TimesOnline að hann hafi hugmynd um hvort beiðninni um nýtt tilboð verði tekið. Ryanair á nærri 30% hlut í Aer Lingus.

Aer Lingus tapaði 93 milljónum evra á fyrri helmingi þessa árs. Það svarar til um 17 milljarða íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK