Íbúðalánasjóður tapar á gjaldþrotum

mbl.is/Sverrir

Íbúðalánasjóður gæti tapað 3,5 milljörðum króna á falli SPRON og Straums Burðaráss en sjóðurinn á innlán hjá þessum bönkum. Ágreiningur er um skilgreiningu þessara innlána.

Þetta kemur fram í tilkynningu Íbúðalánasjóðs um árshlutauppgjör sjóðsins.  Segir þar að ef þessi innlán verði skilgreind sem almennar kröfur í þrotabú bankanna tveggja megi reikna með að tap Íbúðalánasjóðs geti numið um 3,5 milljörðum  sé miðað við áætlanir slitastjórnar félaganna um endurgreiðsluhlutfall á ótryggðum kröfum.

Hagnaður, sem nam 463 milljónum króna, var af rekstri sjóðsins á fyrstu sex mánuðum ársins. Eigið fé hans í lok júní nam 13.748 milljörðum samkvæmt  efnahagsreikningi. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er 4,3%. Hlutfallið er reiknað með sama hætti og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5%. 

Tilkynning Íbúðalánasjóðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK