Fjárfest fyrir 17,5 milljarða í HS Orku

Orkuver HS Orku í Svartsengi.
Orkuver HS Orku í Svartsengi.

Kanadíska fyrirtækið Magma Energy segist hafa fjárfest fyrir 17,5 milljarða krína í HS Orku. 15,6 milljörðum hafi verið varið til kaupa á hlutabréfum í fyrirtækinu og tveir milljarðar verði lagðir til sem nýtt hlutafé, til að styrkja eignfjárstöðu HS Orku. 

Samkvæmt samþykktum samningum greiðir Magma tæplega 12,5 milljarða króna fyrir hluti Orkuveitu Reykjavíkur, Hafnarjarðarbæjar og Sandgerðisbæjar í HS Orku á genginu 6,31.  30 prósent kaupverðsins,  greiðist með peningum við undurritun samninga og afgangurinn með skuldabréfum til sjö ára.

Í tilkynningu frá Magma og Capacent Glacier, sem er með umboð fyrir Magma á Íslandi, segir að alls nemi skuldbindingar Magma Energy vegna kaupa á hlutabréfum í HS Orku af OR, Hafnafjarðarbæ, Sandgerðisbæ og Geysi Green Energy um 15,6 milljörðum króna. Tæplega 6,9 milljarðar þeirrar upphæðar séu greiddar með peningum og ríflega 8,7 milljarðar með skuldabréfum. Til viðbótar hafi félagið einnig skuldbundið sig til að leggja HS Orku til tvo milljarða í nýju hlutafé, til að styrka eiginfjárstöðu fyrirtækisins.

Magma segir, að útgáfa skuldabréfa hafi gert fyrirtækinu kleift að bjóða seljendum hærra verð en ella fyrir bréfin í HS Orku. Verðtrygging bréfanna með tengingu við þróun álverðs í heiminum geti aukið hagnað seljenda enn frekar. Samkvæmt ákvæði í samningunum aukist virði sölunnar ef álverð hækkar en minnki ekki þótt álverð lækki.

Magma greiðir árlega vexti af umræddum skuldabréfum og lánin að fullu eftir sjö ár. Fram kemur í tilkynningunni, að með þessum beinu fjárfestingum hafi Magma Energy jafnframt skuldbundið sig til að tryggja allt að 600 milljón dala fjármögnun nýrra orkuvera HS Orku sem þörf sé fyrir á næstu 5-6 árum.

Þá sé það markmið Magma Energy að styrkja enn frekar fjárhagsstöðu HS Orku í samstarfi við aðra eigendur fyrirtækisins. Þannig hyggist Magma beita sér fyrir því að arður af starfsemi HS Orku næstu árin verði ekki greiddur út, heldur nýttur til fjárfestinga sem styrka fjárhagslega stöðu fyrirtækisins enn frekar.

Samningar við Magma og Hafnarfjarðarbæ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK