Nafni Eimskips verði breytt í A1988

mbl.is

Á næsta hlut­hafa­fundi Eim­skipa­fé­lags Íslands, sem verður hald­inn 8. sept­em­ber nk., verður lagt til að breyta nafni fé­lags­ins í A1988 hf. Þetta er til­laga stjórn­ar fé­lags­ins.

Fram kem­ur til til­kynn­ingu frá Eim­skip að einnig verði fjallað um til­lögu stjórn­ar Eim­skipa­fé­lags Íslands um staðfest­ingu á samn­ing­um vegna fjár­hags­legr­ar end­ur­skipu­lagn­ing­ar fé­lags­ins.

„Hlut­hafa­fund­ur Hf. Eim­skipa­fé­lags Íslands hald­inn 8. sept­em­ber 2009 staðfest­ir heim­ild til stjórn­ar um að fram­selja all­ar eig­ur fé­lags­ins til skipa­rekstr­ar til Eim­skip Ísland ehf. og hækka þannig hluta­fé þess fé­lags og fá sem gagn­gjald hluti í Eim­skip Ísland ehf. Jafn­framt staðfest­ir fund­ur­inn heim­ild til stjórn­ar fé­lags­ins að fram­selja fram­an­greinda hluti í Eim­skip Ísland ehf., ásamt öll­um öðrum eign­um fé­lags­ins að frá­töld­um 51% hlut í Eim­skip Tango ehf., til fé­lags­ins L1003 ehf. gegn af­hend­ingu hluta í L1003 ehf.,” seg­ir í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Meðfylgj­andi er grein­ar­gerð þar sem seg­ir:

„Fram­an­greind til­laga er gerð sem liður í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins í fram­haldi af samþykkt nauðasamn­ings fé­lags­ins sem staðfest­ur var þann 28. ág­úst 2009 af Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Í samn­ing­um sem gerðir voru í tengsl­um við nauðasamn­ings­frum­varp fé­lags­ins var gert ráð fyr­ir að skipa­rekst­ur fé­lags­ins yrði færður til nýs fé­lags, L1003 ehf. (sem síðar mun fá nafnið Eim­skipa­fé­lag Íslands ehf.).

Sam­kvæmt nauðasamn­ingi fé­lags­ins munu kröfu­haf­ar þess fá hluti í L1003 ehf. sem greiðslu á kröf­um sín­um á hend­ur fé­lag­inu.

Þeim ráðstöf­un­um sem hér er fjallað um eru gerð gerð ít­ar­leg skil í grein­ar­gerð fyr­ir kröfu­hafa sem fylgdi nauðasamn­ings­frum­varpi fé­lags­ins. Með til­lögu þess­ari er staðfest heim­ild stjórn­ar til að ganga frá þeim samn­ing­um sem kveðið er á um nauðasamn­ingi fé­lags­ins.“


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK