Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði miklum hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaðurinn nam rúmum 6,4 milljónum Bandaríkjadala en hagnaður fyrir sama tímabil í fyrra var rétt rúmar tvær milljónir.
Tekjur af EVE-Online tölvuleiknum námu 25,4 milljónum en það er rúmlega fjögurra milljóna aukning frá í fyrra.Velta CCP á síðustu sex mánuðum var 23,5 milljónir dala en eignir félagsins eru nú metnar á rúmar 52 milljónir dala.