Uppsagnir hjá Byr

mbl.is/G.Rúnar

Sex starfs­mönn­um hef­ur verið sagt upp hjá Byr spari­sjóði, en upp­sagn­irn­ar tóku gildi nú um mánaðar­mót­in. Að sögn mannauðsstjóra Byrs tengj­ast upp­sagn­irn­ar breyttri verk­efna­stöðu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Her­dís Pála Páls­dótt­ir, mannauðsstjóri og yf­ir­maður rekstr­ar hjá Byr spari­sjóði, seg­ir í sam­tali við mbl.is að tryggja verði að fyr­ir­tækið sé rétt mannað miðað við þau verk­efni sem liggi fyr­ir á hverj­um tíma. Ávallt sé erfitt að sjá á eft­ir góðu fólki.

Aðspurð seg­ir Her­dís að þeir sem láti nú af störf­um hafi starfað á ýms­um deild­um fyr­ir­tæk­is­ins. Bæði fram­lín­u­starfs­menn og starfs­menn í bakvinnslu.

Hún bend­ir á að frá því í maí sl. hafi sex manns verið ráðnir til fyr­ir­tæk­is­ins. Þó hafi eng­inn verði ráðinn til fyr­ir­tæk­is­ins um þessi mánaðamót. Því sé ekki um eig­in­lega fækk­un að ræða.

Um 220 manns starfa nú hjá Byr.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK