Uppsagnir hjá Nýherja

mbl.is/Sverrir

Ell­efu starfs­mönn­um hjá fimm fyr­ir­tækj­um inn­an Nýherja-sam­stæðunn­ar var sagt í ág­úst vegna breyttr­ar verk­efna­stöðu. Hafa upp­sagn­irn­ar þegar tekið gildi.

Þórður Sverris­son, for­stjóri Nýherja, seg­ir í sam­tali við mbl.is að um 470 manns starfi nú hjá Nýherja og dótt­ur­fyr­ir­tækj­um þess. Hann seg­ir að með upp­sögn­un­um sé fyr­ir­tækið að aðlaga sig að breyttu um­hverfi og þeirri verk­efna­stöðu sem liggi fyr­ir.

„Við, sem þjón­ustu­fyr­ir­tæki í ráðgjaf­a­starf­semi, aðlög­um okk­ur að þessu um­hverfi sem við erum í. Þetta er ein leiðin. Önnur leiðin er sú, sem við höf­um mikið farið, er að mikið af okk­ar ráðgjöf­um og sér­fræðing­um hafa verið að starfa er­lend­is, eða í er­lend­um verk­efn­um sem við erum bún­ir að afla síðustu mánuðum. Mikið af hug­búnaðarfólki og sér­fræðing­um sem hafa verið í því núna. Við erum svona meira að horfa til þess og fá hingað verk­efni er­lend­is frá, sem við erum að vinna í,“ seg­ir Þórður. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK