Stefnt að fjármögnun Kaupþings

Erlendir kröfuhfar Kaupþings eignast 87 prósent hlut í Nýja Kaupþingi.
Erlendir kröfuhfar Kaupþings eignast 87 prósent hlut í Nýja Kaupþingi. mbl.is/Ómar

Stefnt er að því að skrifa undir samning um fjármögnun Nýja Kaupþings í dag kl. 15, samkvæmt heimildum mbl.is. Samningurinn, sem er milli skilanefndar Kaupþings og ríkissjóðs, felur í sér að skilanefndin, fyrir hönd erlendra kröfuhafa Kaupþings, getur eignast 87 prósent hlut í Nýja Kaupþingi.

Samkvæmt upplýsingum mbl.s hefur verið lögð mikil áhersla á það af hálfu fjármálaráðuneytisins að ljúka málinu sem fyrst. Er það ekki síst til þess að uppfylla skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um endurreisn fjármálakerfisins hér á landi. Endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætlun fyrir Ísland átti sem kunnugt er að koma til kasta stjórnar sjóðsins í ágúst síðastliðnum, en var frestað.

Samkvæmt samkomulagi ríkisins og skilanefndar mun ríkið sjá um endurfjármögnun Nýja Kaupþings í upphafi en skilanefnd, fyrir hönd kröfuhafanna, mun eiga möguleika á að eignast 87 prósent hlutafjár fyrir 31. október á þessu ári.  Nýja Kaupþing fær 72 milljarða króna í eigið fé sem lagt er fram í formi ríkisskuldabréfa og á að tryggja bankanum 12 prósent eiginfjárhlutfall. Er það í samræmi við samkomulag sem kynnt var hinn 14. ágúst síðastliðinn.

Formlegt samkomulag vegna fjármögnunar Íslandsbanka og Nýja Landsbankans er ekki komiðjafn langt, samkvæmt heimildum mbl.is. Fjármögnun Íslandsbanka hefur hins vegar verið tryggð, í samræmi við tilkynningu frá 14. ágúst og fær bankinn 65 milljarða í eigið fé í formi ríkisskuldabréfa.

Ekki liggur fyrir hvenær fjármögnun Nýja Landsbankans lýkur, en bankinn verður alfarið í ríkiseigu. Upphaflega stóð til að allir ríkisbankarnir þrír yrðu fjármagnaðir hinn 14. ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK