Toyota samþykkir ekki Landsbanka sem eiganda

Reuters

Áhugi var fyrir því innan skilanefndar Landsbankans að taka yfir Toyota á Íslandi, vegna skuldar félagsins Smáeyjar sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar.

Stjórnendur í höfuðstöðvum Toyota í Evrópu töldu að banki væri ekki hæfur innflutningsaðili fyrir Toyota-bifreiðarnar og því var hugsanleg yfirtaka andvana fædd, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Toyota á Íslandi verður því rekið áfram a.m.k. um sinn undir óbreyttu eignarhaldi.

Á sömu forsendu getur Nýi Landsbankinn ekki tekið yfir reksturinn, en bankinn er með veð í rekstrartækjum og vörubirgðum Toyota á Íslandi vegna lánveitinga til félagsins, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Toyota gerir samninga við innflutningsaðila í þeim löndum þar sem fyrirtækið flytur ekki sjálft inn bíla, eins og t.d. á Íslandi. Toyota í Evrópu setur ekki nein fyrirfram gefin skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að fá sérstakan sérleyfissamning heldur er það metið í hvert og eitt skipti, samkvæmt upplýsingum frá Toyota á Íslandi. Höfuðstöðvar Toyota eru í þeirri aðstöðu að geta afturkallað leyfi til innflutnings á bifreiðunum hér á landi.

Skilanefnd Landsbankans hafði í hyggju að ganga að veðum í Toyota vegna lánveitinga til Smáeyjar ehf., fjárfestingarfélags Magnúsar, en Smáey keypti allt hlutafé í P. Samúelssyni, sem átti Toyota á Íslandi, árið 2005 og voru kaupin m.a. fjármögnuð með láni frá Landsbankanum.

Toyota á Íslandi er eitt margra félaga sem skilanefndin hefur veð í vegna skulda félaga í eigu Magnúsar, en í svipaðri stöðu er Domino's Pizza á Íslandi, sem er einnig undir óbeinum yfirráðum skilanefndar Landsbankans. Að sögn Páls Benediktssonar, talsmanns skilanefndar Landsbankans, hafa engar skuldir félaga í eigu Magnúsar verið afskrifaðar. Skilanefndin á sem stendur í viðræðum við Magnús vegna skulda sem eru á fimmta tug milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur ekki verið gengið að neinum veðum vegna skuldanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK