Danska uppboðshúsið Lauritz.com er nú með sérstakt uppboð á innanstokksmunum eignarhandsfélagsins Landic Property í Danmörku, dótturfélags Landic Property hf. en danska félagið varð gjaldþrota í sumar.
260 munir, þar á meðal stólar, borð og listaverk, eru nú til sölu og eftir nokkra daga verði stærri munir á borð við skrifstofuinnréttingar. Er innbúið metið á 1,3 milljónir danskra króna, jafnvirði 31 milljónar íslenskra króna.
Fram kemur á fréttavef Børsen, að Lauritz.com hafi nýlokið við að bjóða upp muni úr þrotabúi IT Factory, fyrirtækinu sem fjársvikarinn Stein Bagger stýrði. Þeir munir voru metnir á 1,5 milljónir danskra króna en seldust á 3 milljónir.