KR hefur gert gagnkröfu í þrotabú Samsonar, eignarhaldsfélags Björgólfsfeðga, vegna kröfu Helga Birgissonar hrl.,skiptastjóra þrotabúsins, um að 11 milljóna króna gjöf Samsonar til KR, þegar liðið varð bikarmeistari í fyrra, skömmu fyrir hrun Landsbankans, verði rift.
Björgólfur breytti láni til KR í gjöf skömmu áður en bankinn hrundi. Forvarsmenn KR halda því fram að Samson hafi skuldbundið sig til að styðja við akademíu félagsins, sem nemur hærri fjárhæðum en þeim ellefu milljónum sem Björgólfur breytti úr láni í gjöf fyrir hönd Samsonar. Ekki er ljóst enn hvenær niðurstaða fæst í málinu sem nú er rekið fyrir dómstólum.