Ólöglegar niðurgreiðslur ESB til Airbus

Airbus A330-200 á flugi.
Airbus A330-200 á flugi. Reuters

Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) hefur úrskurðað að Evrópusambandið hafi stutt flugvélaframleiðandanum Airbus með ólöglegum niðurgreiðslum. Wall Street Journal, og fleiri fjölmiðlar, hafa greint frá þessari niðurstöðu, sem á að vera trúnaðarmál.

Fram kemur á fréttavef Reuters að heimildarmaður innan ESB segi að það sé bæði rangt og villandi að segja að úrskurðurinn sé bandarískur sigur.

Bæði evrópskir og bandarískir embættismenn hafa neitað að birta úrskurðinn, sem er yfir 1.000 blaðsíður.

Deilur bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing og evrópska flugvélaframleiðandans Airbus er eitt stærsta mál sem WTO hefur nokkru sinni þurft að úrskurða í.

Úrskurðurinn hefur verið fimm ár í smíðum. Talið er að margir mánuðir muni líða áður en greint verði frá úrskurðinum með formlegum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka