Velgengni Magma vekur athygli

Orkuver HS Orku við Svartsengi.
Orkuver HS Orku við Svartsengi. mbl.is/Brynjar Gauti

Vel­gengni kanadíska orku­fyr­ir­tæk­is­ins Magma Energy er far­in að vekja mikla at­hygli þar í landi. Hluta­bréf fyr­ir­tæk­is­ins voru skráð í kaup­höll­inni í Toronto í júlí og hafa þau hækkað um 25% í verði síðan. Þá hef­ur Magma keypt stór­an hlut í HS Orku á Íslandi.

Kanadíska blaðið Globe and Mail fjall­ar um Magma og Ross Beaty, for­stjóra fé­lags­ins. Seg­ir blaðið, að Beaty hafi heitið fjár­fest­um því þegar hluta­bréf Magma voru skráð, að fyr­ir­tækið muni vaxa hratt og hafi til þessa staðið við þau heit.

Blaðið hef­ur eft­ir Greg Reid, sér­fræðingi hjá Well­ingt­on West Capital Mar­kets í Toronto, að fjár­fest­um hafi þótt viðskipta­áætl­un Magma for­vitni­leg en þar komi sam­an græn tækni, vís­bend­ing­ar um nokkuð stöðugt tekju­streymi og stjórn­end­ur, sem hafi reynslu af námu­vinnslu og bor­un­um.

Beaty er enn stjórn­ar­formaður námu­fé­lags­ins Pan American Sil­ver Corp. Hann hef­ur stofnað og selt nokk­ur kop­ar­námu­fé­lög á und­an­förn­um þrem­ur ára­tug­um en árið 2007 ákvað hann að nýta reynslu sína af námu­rekstri og áhuga á um­hverf­is­mál­um til að byggja upp orku­fyr­ir­tæki sem nýtti jarðvarma. 

Hann stofnaði Magma í byrj­un síðasta árs og hef­ur síðan fjár­fest í ýms­um verk­efn­um, þar á meðal Soda Lake orku­ver­inu í Nevada í Banda­ríkj­un­um.

Globe and Mail hef­ur eft­ir Beaty, að hann hafi alltaf stefnt að því að gera Magma að al­menn­ings­hluta­fé­lagi. Eft­ir að fé­lagið fór á markað hafi það fært út kví­arn­ar í Nevada og sé einnig að und­ir­búa orku­vinnslu í Utah, Or­egon, Chile, Perú og Arg­entínu, auk Íslands.

Í viðtal­inu seg­ist Beaty vilja eign­ast að minnsta kosti 50% af HS Orku. Magma keypti 11% hlut í fé­lag­inu í júlí og á mánu­dag samþykkti Orku­veita Reykja­vík­ur að selja Magma 32% hlut í fé­lag­inu.   

Beaty seg­ir við Globe and Mail, að þótt fram­leiðsla sé þegar haf­in í nokkr­um orku­ver­um í eigu Magma sé enn langt í land. Gert sé ráð fyr­ir, að hand­bært fé verði notað til frek­ari stækk­un­ar á næst­unni.

„Ég reikna ekki með því að Magma skili arði á næst­unni. Fyr­ir­tækið er á klass­ísku vaxt­ar­skeiði þar sem það vext mjög hratt... en í fyll­ingu tím­ans mun það breyt­ast í stórt og arðbært fé­lag.

Greg Reid seg­ist bú­ast við því, að Magma verði eitt af stóru fyr­ir­tækj­un­um í jarðvarma­vinnslu. Fyr­ir­tækið muni vænt­an­lega halda áfram að kaupa smærri keppi­nauta. Mark­miðið sé, að gengi hluta­bréfa fyr­ir­tæk­is­ins, sem var 1,50 dal­ir í hluta­fjárút­boði í tengsl­um við skrán­ing­una í sum­ar, verði orðið 3 dal­ir eft­ir ár og 6 dal­ir eft­ir nokk­ur ár þegar fleiri orku­ver verða tek­in í  notk­un.

Hins veg­ar sé þetta áhætt­u­r­ekst­ur. „Ef verð á olíu fer á ný niður í 30 dali tunn­an mun fólk ekki kæra sig mikið um jarðvarma," seg­ir Reid.  

Ross Beaty, forstjóri Magma Energy.
Ross Beaty, for­stjóri Magma Energy.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK