Deilt um kaupauka bankastjóra

Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna á G20 fundinum í gær
Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna á G20 fundinum í gær Reuters

Ágreiningur hefur komið upp meðal fjármálaráðherra helstu iðnríkja heims um hvernig stemma eigi stigu við ofurlaunum stjórnenda banka. Málið verður rætt á fundi fjármálaráðherra G20-ríkjanna, helstu iðnríkja heims og stórra þróunarlanda, í London í dag.

Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir að of háir kaupaukar hafi stuðlað að fjármálakreppunni í heiminum og hefur lofað herferð gegn ofurlaunum bankastjórnenda, m.a. með lögbundnum takmörkunum á kaupauka.

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, leggst gegn þeirri tillögu og segir hana óframkvæmanlega. Hann vill að þess í stað verði settar reglur sem tengi laun stjórnendanna við langtímaárangur þeirra. Að sögn BBC hyggst Darling leggja til að kaupaukarnir verði greiddir á fimm árum og megnið á síðustu tveimur árum tímabilsins.

Talið er að Tim Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sé einnig andvígur tillögu Lagarde.

Markmiðið með fundi fjármálaráðherranna er að undirbúa leiðtogafund G20-ríkjanna í Pittsburgh í Bandaríkjunum 24.-25. þessa mánaðar.

Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands.
Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK