Samkomulag um kaupauka bankastjóra

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, á G20 fundinum.
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, á G20 fundinum. Reuters

Fjár­málaráðherr­ar G20-land­anna hafa náð sam­komu­lagi um að beita sér fyr­ir nýj­um regl­um sem fela í sér að kaupauk­ar stjórn­enda banka verði tengd­ir lang­tíma­ár­angri þeirra. Mark­miðið er að koma í veg fyr­ir að kaupauk­ar stuðli að því að stjórn­end­urn­ir taki áhættu í von um skamm­tíma­gróða.

Sam­komu­lagið náðist á fundi fjár­málaráðherra G20, helstu iðnríkja heims og stórra þró­un­ar­landa, í London í morg­un. Sam­kvæmt til­lögu ráðherr­anna verður kaupauka­greiðslum frestað í nokk­ur ár, eða þar til lang­tíma­ár­ang­ur starfa þeirra kem­ur í ljós. Í kaupauka­samn­ing­un­um eiga að vera ákvæði um að skila beri greiðsl­un­um ef ákv­arðanir, sem virt­ust ár­ang­urs­rík­ar í fyrstu, reyn­ast illa til lengri tíma litið.

Kaupauk­arn­ir verða aðeins greidd­ir með hluta­bréf­um en ekki reiðufé, ef til­lag­an verður samþykkt. Stjórn­end­urn­ir hagn­ast því aðeins ef banka þeirra vegn­ar vel.

Frakk­ar höfðu lagt til að sett­ar yrðu nýj­ar regl­ur um þak á laun og kaupauka stjórn­enda bank­anna. Bret­ar lögðust gegn þeirri til­lögu og sögðu hana ófram­kvæm­an­lega.

Gert er ráð fyr­ir því að til­laga ráðherr­anna verði rædd á leiðtoga­fundi G20-land­anna í Banda­ríkj­un­um síðar í mánuðinum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK