Skulda Straumi rúma 9 milljarða króna

Róbert Wessman
Róbert Wessman Ómar Óskarsson

Fasteignafélag í eigu Róberts Wessman og Björgólfs Thors Björgólfssonar skuldar Straumi rúma 9 milljarða vegna landakaupa á La Manga á Spáni. Óvíst er hvort gengið verði að persónulegum veðum sem hlaupa á milljörðum íslenskra króna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Róbert Wessman og Björgólfur Thor Björgólfsson keyptu fyrir fáeinum árum í gegnum félag sitt, AB Capital, allt byggingarland í kringum La Manga klúbbinn á Spáni og hugðust byggja þar. Stuttu eftir að gengið hafði verið frá kaupunum kom upp spillingarmál í tengslum við veitingu á byggingarleyfum. Eftir það hafa engin byggingarleyfi verið gefin út á þessu svæði og áætlanir þeirra félaga frestuðust því, samkvæmt frétt Stöðvar 2.

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK