Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, hefur verið kallaður fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur miðvikudaginn 10. september næstkomandi.
Þar mun Grímur Sigurðsson hrl, lögmaður Davíðs Heiðars Hanssonar, spyrja Hlyn hver var seljandi stofnfjárbréfa í SPRON að upphæð rúmar 55 milljónir króna, sem Davíð keypti í júlí 2007. Hlynur hefur áður neitað að svara þessari spurningu, en Hæstiréttur hefur dæmt að honum sé skylt að svara spurningunni fyrir dómi.
Ef í ljós kemur að seljandinn var stjórnarmaður í SPRON, hyggst Davíð höfða mál og krefjast þess að kaupverðið verði endurgreitt.