Ísland var eitt helsta fórnarlamb fjármálakreppunnar og framtíð Kaupþings var óviss, skrifar Nick Mathiason, dálkahöfundur breska blaðsins Observer í dag. Hann segir að óveðrið sem hafi gengið yfir fjármálamarkaði heimsins undanfarin misseri hafi haft víðtæk áhrif á skattaskjól heimsins.
Að sögn Mathiason var ekki ljóst hver bæri ábyrgðina á starfsemi Kaupþings á Mön, Kaupthing Singer & Friedlander, og hafa Bretar ekki viljað bera ábyrgð á bankanum og vísa ábyrgðinni á Fjármálaeftirlitið á Mön. Hingað til hafa stjórnvöld á Mön greitt út flestar kröfur innistæðueigenda sem eru undir 50 þúsund pundum. En þeir sem eiga 50 þúsund pund eða meira á reikningum Kaupthing Singer & Friedlander á Mön eru enn í óvissu um hvað þeir fá greitt.
Greinin sem birt er á vef Guardian og Observer