Svonefnd raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 1% í ágúst og er það sjötti mánuðinn í röð sem það lækkar milli mánaða. Raungengi er mælikvarði á kostnað við að framleiða útflutningsvörur.
Fram kemur í Hagsjá Landsbankans, að nafngengi krónunnar hafi lækkað um 1,3% í ágúst miðað við gengisvísitölu á meðalgengi mánaðar. Vegna inngripa Seðlabankans styrktist gengi krónunnar töluvert undir lok mánaðar.