Efnahagserfiðleikarnir eru meiri hér á landi en þeir hefðu ella orðið vegna íslensku krónunnar. Hins vegar er líklegt að vegna krónunnar muni fyrr sjá fyrir endann á erfiðleikunum en flestir gera sér grein fyrir. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Gylfa Zoega, hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands, á fundi um Ísland og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í Háskóla Íslands í dag.
Gylfi tók þátt í pallborðsumræðum á fundinum ásamt þremur öðrum íslenskum hagfræðingum og bandaríska Nóbelsverðlaunahafanum í hagfræði, Joseph Stiglitz. Auk þess að vera prófessor við Háskólann situr Gylfi í peningastefnunefnd Seðlabankans.
Gylfi sagði að vegna íslensku krónunnar sé samfélagið hér á landi að breytast mikið um þessar mundi. Íslenskar vörur séu aftur orðnar samkeppnishæfar, ferðamenn eyði meiri hér á landi en áður. Þetta hvoru tveggja stuðli að breytingum í samfélaginu og muni verða liður í lausn á efnahagserfiðleikunum.