Krónan hefur sína kosti

Mikill áhugi var á fundinum í Háskóla Íslands í dag.
Mikill áhugi var á fundinum í Háskóla Íslands í dag. mbl.is/Golli

Efna­hagserfiðleik­arn­ir eru meiri hér á landi en þeir hefðu ella orðið vegna ís­lensku krón­unn­ar. Hins veg­ar er lík­legt að vegna krón­unn­ar muni fyrr sjá fyr­ir end­ann á erfiðleik­un­um en flest­ir gera sér grein fyr­ir. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Gylfa Zoega, hag­fræðipró­fess­ors við Há­skóla Íslands, á fundi um Ísland og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn í Há­skóla Íslands í dag.

Gylfi tók þátt í pall­borðsum­ræðum á fund­in­um ásamt þrem­ur öðrum ís­lensk­um hag­fræðing­um og banda­ríska Nó­bels­verðlauna­haf­an­um í hag­fræði, Joseph Stig­litz. Auk þess að vera pró­fess­or við Há­skól­ann sit­ur Gylfi í pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans.

Gylfi sagði að vegna ís­lensku krón­unn­ar sé sam­fé­lagið hér á landi að breyt­ast mikið um þess­ar mundi. Íslensk­ar vör­ur séu aft­ur orðnar sam­keppn­is­hæf­ar, ferðamenn eyði meiri hér á landi en áður. Þetta hvoru tveggja stuðli að breyt­ing­um í sam­fé­lag­inu og muni verða liður í lausn á efna­hagserfiðleik­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK