Mistök að nýta ekki auðlindirnar

Joseph Stiglitz, ásamt Lilju Mósesdóttur og Jóni Daníelssyni á fundinum …
Joseph Stiglitz, ásamt Lilju Mósesdóttur og Jóni Daníelssyni á fundinum í Öskju mb.is/Golli

Það væru mikil mistök ef Íslendingar myndu ekki nýta þær auðlindir sem þeir hafa yfir að ráða við núvernadi aðstæður. Þetta var meðal þess sem bandaríski hagfræðingurinn Joseph Stiglitz, sagði í erindi sínu á opnum fundi í Háskóla Íslands um Ísland og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í dag.

Stiglitz sagði að helstu grunnþættir í íslensku þjóðfélagi væru mjög traustir. Tækifærin séu mörg og þó mörg mistök hefðu verið gerð í íslensku efnahagslífi á umliðnum átum þá væru það mistök að nýta ekki þær auðlindir sem Íslendingar hafa yfir að ráða. Það myndi stuðla að aukinni atvinnu og þar með draga úr atvinnuleysi hér á landi.

Ísland er ríkt af náttúrulegum auðæfum, fiski og endurnýjanlegri orku. Ekki sé hins vegar ljóst að afraksturinn renni til almennings. Sagði hann að ef þetta ætti við um Bandarkin myndi hann hiklaust segja að það væri út í hött að ágóðinn renni ekki beint til almennings. Hans skoðun sé því sú að almenningur á Íslandi þurfi að endurheimta ágóðan af náttúruauðlindum landsins. Það góða sé að mistök í þessum efnum sé hægt að leiðrétta. Það sé mikilvægt, því líklegt sé að náttúruauðævi Íslandinga verði enn verðmeiri er fram líða stundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK