2,6% samdráttur í Finnlandi

Höfuðstöðvar Nokia í Espoo í Finnlandi en fyrirtækið er stærsta …
Höfuðstöðvar Nokia í Espoo í Finnlandi en fyrirtækið er stærsta fyrirtækið í Finnlandi

Samdrátturinn í finnsku efnahagslífi mældist 2,6% á öðrum ársfjórðungi frá fyrsta ársfjórðungi en samdrátturinn nam 3% á fyrsta ársfjórðungi. Landsframleiðslan dróst saman um 9,4% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil ári áður, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Finnlands.

Um áætlun er að ræða fyrir annan ársfjórðung en um rauntölur fyrir fyrsta ársfjórðung. Fyrri áætlun fyrir fyrsta ársfjórðung hljóðaði upp á 2,7% þannig að samdrátturinn er meiri en áður var talið.

Samkvæmt efnahagsspá finnskra stjórnvalda frá því í júní var gert ráð fyrir að samdrátturinn gæti numið 6% í ár og að atvinnuleysi myndi aukast samfara samdrættinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK