Jón Ásgeir Jóhannesson segir í viðtali við Viðskiptablaðið, sem kemur út á morgun, að hann og viðskiptafélagar hans hefðu átt að hætta þegar þeir keyptu bresku verslunarkeðjuna Big Food Group árið 2005 og halda sig við verslun.
„Hefði Baugur haldið sínum ráðandi hlut í þessum félögum þá hefði verið hægt að standa undir skuldum Baugs auðveldlega enda var skuldsetning félagsins 2005 heilbrigðari þá en síðar varð með auknum fjárfestum í ólíkum geirum sem við hefðum betur látið vera."
Í viðtalinu segir Jón Ásgeir, að hann hafi ekki verið boðaður til yfirheyrslu hjá opinberum aðilum í kjölfar bankahrunsins og segist ekki eiga von á slíku.