Guðmundur: Bjó ekki yfir upplýsingum

Guðmundur Hauksson
Guðmundur Hauksson Þorkell Þorkelsson

Guðmundur Hauksson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri SPRON, segir að þegar eiginkona hans seldi hlut sinn í SPRON hafi stjórnendur sparisjóðsins ekki búið yfir upplýsingum sem gátu haft áhrif á stofnfjárverð og höfðu ekki verið gerðar opinberar. Segir hann saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra staðfesta þetta.

Formaður skilanefndar SPRON hefur í samræmi við úrskurð Hæstaréttar upplýst Grím Sigurðsson hrl. um að það var Áslaug Björg Viggósdóttir, eiginkona Guðmundar Haukssonar, þáverandi sparisjóðsstjóra, sem seldi umbjóðanda hans stofnfjárbréf í SPRON í júlí 2007.

Davíð Heiðar Hansson, umbjóðandi Gríms, keypti stofnfjárbréf í SPRON 24. júlí 2007. Tveimur vikum seinna voru viðskipti með þau stöðvuð. Í kjölfarið var sparisjóðnum breytt í hlutafélag og það skráð opinberri skráningu í Kauphöllinni. Eftir skráningu hröpuðu bréfin í verði. Stjórn SPRON ákvað á fundi sínum 17. júlí 2007 að leita eftir skráningu og að leyfa skyldi viðskipti með bréfin í þrjár vikur eftir fundinn og að nýtt verðmat á sparisjóðnum skyldi flokkast sem trúnaðarmál. Að sögn Gríms sat Guðmundur þann fund og undirritaði fundargerðina.

Í tilkynningu sem Guðmundur Hauksson hefur sent frá sér kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi ekki talið efni til þess að bregðast við ásökunum um meint brot stjórnar eða stjórnenda vegna sölu á stofnfjárhlutum sumarið 2007. 

„Ég vil líka taka fram að mjög lítill hluti af sameiginlegri eign okkar hjóna í SPRON var seldur á þessum tíma eða 7% enda höfðum við miklar væntingar um framtíð SPRON og héldum eftir 93% af stofnfjárbréfaeign okkar í sparisjóðnum. Við sáum hins vegar ekki fyrir þá miklu lækkun sem átti sér stað á verðbréfamörkuðum haustið 2007 og á árinu 2008, frekar en aðrir, hvað þá það efnahagshrun sem átti sér stað í október 2008," að því er segir í yfirlýsingu frá Guðmundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK