Ekki skjól óheiðarlegra fyrirtækja

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. Bankaleynd er ekki skjól þeirra sem eru …
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. Bankaleynd er ekki skjól þeirra sem eru með óhreint mjöl í pokahorninu. mbl.is/Ómar

„Kæra á hendur blaðamönnum er ekki rétta leiðin til að tryggja leynd um trúnaðargögn,“ sagði  Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, þegar hann ávarpaði ráðstefnu á vegum viðskiptaráðuneytisins og Lagadeildar HÍ um bankaleynd.

Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, er í hátíðarsal Háskóla Íslands. Gylfi vék að málum blaðamannanna fimm sem voru sakaðir af FME um að hafa brotið bankaleynd en kærum á hendur þeim hefur nú verið vísað frá af Birni L. Bergssyni, settum ríkissaksóknara vegna mála sem tengjast bankahruninu.

Gylfi sagði að vísbendingar væru um að Evrópusambandið myndi breyta löggjöf sinni um bankaleynd. Hann sagði að hugtakið væri ekki skilgreint í lögum og því verið umdeilt lengi. Gylfi sagði að löggjöf um bankaleynd ætti ekki að vera skálkaskjól fyrir fyrirtæki sem hefðu eitthvað óhreint í pokahorninu.

Gylfi sagði mikilvægt er að tryggja bankaleyndina í ákveðnum tilvikum. Hann sagði að ákvæði um bankaleynd takmörkuðu ekki aðgang þeirra að upplýsingum sem hefðu eftirlit með markaðnum, eins og FME. 

Hann ítrekaði að ekkert skjól yrði veitt þeim sem hefðu eitthvað að fela fyrir eftirlitsaðilunum. Gagnsæi væri lykilatriði. Mikilvægt væri að eiga opnar og heilbrigðar umræður um breytingum á löggjöf um  starfsumhverfi fjármálafyrirtækja.

„Vinna er langt komin bæði hér heima og innlands í að styrkja lagaumhverfi fyrir fjármálafyrirtæki,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK