Eign erlendra félaga á Íslandi jókst 2008

Bein fjármunaeign erlendra lögaðila á Íslandi jókst alls um 97,2 milljarða króna, eða níu prósent, á síðasta ári.

Flestir þeirra erlendu fjárfesta sem eiga fjármuni hérlendis eru hins vegar í reynd eignarhaldsfélög, mestmegnis skráð í Hollandi og Lúxemborg, í eigu íslenskra aðila og bera nöfn á borð við Exista B.V., Egla Invest B.V., FL Group Holding Netherlands B.V., Oddaflug B.V., Gaumur Holding S.A. og Samson Global Holding S.a.r.l. Félög sem þessi áttu síðan verðmætustu eignirnar sem fengust í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun.

Þegar hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hrundi með bankakerfinu síðastliðið haust hefði það átt að hafa mikil neikvæð áhrif á eignir þessara erlendu félaga hérlendis, enda hafa þau tapað megninu af hlutabréfaeign sinn í því hruni. Það var raunin með félög skráð í Hollandi en fjármunaeignir þeirra á Íslandi drógust saman um 269,4 milljarða króna á síðasta ári. Athygli vekur hins vegar að bein fjármunaeign félaga frá Lúxemborg og Belgíu hefur aukist um 318 milljarða króna á milli ára, eða um tæp 60 prósent.

Því virðist sem hundruð milljarða króna hafi verið flutt frá Lúxemborg og Belgíu til Íslands á síðasta ári. Ekki hefur þó orðið vart við að þeir fjármunir hafi ratað í fjárfestingar í íslensku viðskiptalífi.

Bein fjármunaeign

Bein fjármunaeign í fyrirtæki þýðir að fjárfestir eða félag á hlutdeild í hlutafé þess. Einnig er hrein lánastaða gagnvart fyrirtæki skoðuð. Fjárfestir, til dæmis félag í Lúxemborg, sem veitir lán til dótturfyrirtækis í öðru landi, til dæmis á Íslandi, eykur fjármunaeign sína á sama hátt og um hlutafjárframlag væri að ræða. Lánið telst þá til beinnar fjármunaeignar.

Þegar fjárfestir á 10% eða stærri hlut í fyrirtæki er um beina fjárfestingu að ræða. Sé hluturinn minni telst hann til verðbréfaeignar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK