„Við vitum ekki hverjum við þjónum“

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson. mbl.is/Heiðar

„Við vitum eiginlega ekki hverjum við þjónum. Þetta er óeðlilegt ástand. Það eru einhver óljós tilmæli til okkar að stunda ekki þessi gjaldeyrisviðskipti og núna erum við búnir að kaupa gjaldeyri hér innanlands fram að áramótum, án þess að nýta bestu mögulegu kosti, þó þeir séu löglegir,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.

Eftir að gjaldeyrishöftunum var komið á laggirnar til að sporna við erlendu útflæði gjaldeyris og styrkja gengi íslensku krónunnar hafa margir stórir útflytjendur verið með sérstaka undanþágu frá reglunum. Álfyrirtækin hafa samningsbundnar undanþágur sem eiga rætur að rekja til fjárfestingarsamnings sem Alusuisse (nú Alcan) gerði við íslenska ríkið árið 1966 en í honum var ákvæði um gjaldeyrisfrelsi. Fyrirtæki sem hafa meira en 80 prósent af tekjum og gjöldum í erlendri mynt eiga þess kost að fá undanþágu frá reglunum. Fjörutíu og fjögur fyrirtæki njóta í dag slíkrar undanþágu. Jón Sigurðsson segir að Össur kaupi gjaldeyri á Íslandi því fyrirtækið óttist geðþóttaákvarðanir stjórnvalda.

Ofurseldir velvilja stjórnvalda

„Við erum komnir í þá stöðu að við erum algjörlega ofurseldir velvilja stjórnvalda. Við erum að gera eitthvað sem er ekki hagkvæmast fyrirtækinu, þó það sé löglegt,“ segir Jón. Hann vísar til þess að fyrirtækið stundi ekki aflandsviðskipti með gjaldeyri, þrátt fyrir að vera með 80 prósent tekna sinna í erlendri mynt og falla þar með undir undanþágureglu Seðlabankans.
Í hnotskurn
» Seðlabankinn kallaði fulltrúa 20 stærstu útflutningsfyrirtækjanna á sinn fund til þess að ræða undanþágur þeirra frá höftunum.
» Voru það vinsamleg tilmæli bankans til þeirra að þau létu af aflandsviðskiptum með gjaldeyri, þó fyrirtækin hefðu til þess heimild.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK